Um Computer.is

Áratuga reynsla

Computer.is er ein virtasta tölvuverslun landsins með margra áratuga reynslu á sviði innflutnings, sölu og þjónustu á tölvum og tölvuvörum. Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu, breitt vöruúrval og áreiðanlega netverslun í takt við öra þróun viðskiptahátta í heiminum. Nú getur þú tekið enn upplýstari ákvarðnir en nokkru sinni fyrr í gegnum netverslun okkar og fengið vörurnar hratt og örugglega í hendurnar. Einnig er öllum velkomið að koma í heimsókn í endurbætta verslun okkar í Skipholti 50c, sama verð og í netverslun!

 

Þú ert númer eitt!

Þín ánægja er okkur mikils virði. Þess vegna bjóðum við meðal annarrs upp á tveggja vikna skilafrest, öflugt þjónustuverkstæði, faglega ráðgjöf, fría heimsendingu um landið allt og skjóta þjónustu. Við vitum að góður árangur okkar til lengri tíma næst einungis með þínum stuðningi. Takk fyrir að velja Computer.is!

 

Hvar erum við?

Verslun okkar er staðsett í hjarta Reykjavíkur, Skipholti 50c. Hægt er að mæta í búðina og versla en einnig má panta vörur á Computer.is allan sólahringinn og nálgast þær til okkar í verslun á opnunartíma, eða fengið sent með Póstinum. Frí heimsending um landið allt ef pantað er fyrir 5.000 krónur eða meira.

 

Markmið

Markmið Computer.is er að halda áfram að vera leiðandandi í sölu á tölvuvörum þar sem þú ert í fyrsta sæti. Við teljum að lykilatriði til áframhaldandi árangurs er að bjóða upp á vandaðar vörur á samkeppnishæfu verði, fjölbreytta greiðsluskilmála og sveigjanlega afhendingarmáta. Við höfum í gegnum árin tileinkað okkur tæknilegar lausnir til að viðskipti gangi hratt og örugglega fyrir sig og munum við stuðla að slíkri þróun til að tryggja þína ánægu til framtíðar, bæði í verslun okkar og á netinu.

 

Viðurkenningar

 

Umsagnir viðskiptavina

"Frábær þjónusta hjá ykkur. Keypti tölvu af ykkur með smá breytingum og þetta var sett saman af tæknimanni ykkar. Óskaði eftir samansetningunni seint á fimmtudegi og tölvan var tilbúin í hádeginu daginn eftir."  -Hjörtur Gunnar

"Alltaf topp þjónusta. Ég er hamingjusamur að Computer.is sé til."  -Finnbjörn

"Very good shop. I bought few things. Router Asus AC5300, 3 computer box, webcam, laptop, I never had any problem with seller and things. Thanks. I will come back."  -Emilia ET

"Frábær búð, frábær þjónusta"  -Þorkell Máni 

"So ... I was on vacation in Iceland and forgot the charger for my Lenovo laptop. I googled something like "Lenovo Charger Reykjavík" and found their website. Not only did I get the charger here, the people were extremely friendly and they even had a cheaper charger than I originally expected to buy. Great experience!"  -Armin Hasit.

 

Nánari upplýsingar um fyrirtækið

  • Kennitala: 420797-2819
  • Nafn fyrirtækis: Tæknibær ehf
  • Stofnár: 1986
  • VSK númer: 54934
  • Heimilisfang: Skipholt 50c
  • Póstfang: 105 Reykjavík