Um Computer.is

Computer.is er tölvuverslun sem hóf starfsemi sumarið 2000. Áður var verslunin rekin undir nafninu Tæknibær en reksturinn má rekja aftur til ársins 1986 og er enn í eigum sömu aðila. Áhersla er lögð á tölvur og allt sem þeim tengist. Computer.is er óháð öðrum innlendum fyrirtækjum og verslar við fjölda framleiðenda og birgja um allan heim. Með því að panta á Computer.is geta viðskiptavinir okkar tekið upplýstari ákvörðun og flýtt fyrir afgreiðslu. Öllum er þó velkomið að mæta í Skipholt 50c, skoða og/eða versla á staðnum. Sama verð gildir á netinu og í búðinni.