Fyrirtækjasvið - nánari upplýsingar
Lánsviðskipti
Hægt er að óska eftir lánsviðskiptum en það getur tekið nokkra daga að fá samþykkt. Við sendum greiðsluseðla í upphafi mánaðar vegna úttektar líðandi mánaðar. Gjalddagi er 10. og eindagi 20. hvers mánaðar.
Rafrænir reikningar til ríkisins
Computer.is styður sendingu rafrænna reikninga til opinberra stofnana og fyrirtækja. Reikningar sendast á XML formi í gegnum InExchange.
Endursala og afslættir
Hægt er að óska eftir sérstökum afsláttarkjörum en það er einungis ætlað fyrirtækjum og stofnunum sem versla fyrir meira en milljón á ári.
Vöruafhending
Hægt er að sækja vörur til okkar í Skipholt 50c á opnunartíma. Einnig sendum við frítt hvert á land sem er ef verslað er fyrir 5.000 krónur eða meira. Ef mikið liggur á þá bjóðum við upp á akstur innan 90 mínútna á höfuðborgarsvæðinu gegn sanngjörnu gjaldi.
Fyrirspurnir fyrirtækjaviðs
Allar fyrirspurnir sem beinast að fyrirtækjasviði má senda á Gauta Ólafsson, gauti (hjá) tb.is eða í síma 582-6000