Intel NUC 3ja ára ábyrgð

 

Skilmálar - Þriggja ára ábyrgð á Intel NUC tölvum

Um leið og við óskum þér til hamingju með nýju tölvuna þá

viljum við benda á einfalda skilmála sem fylgja 3ja ára ábyrgðinni.

  1. Ábyrgðin gildir:
    1. aðeins um tölvuna sjálfa og íhluti hennar, ekki aðra hluti sem keyptir eru með.
    2. aðeins ef galli kemur í ljós m.v. eðlilega notkun við eðlilegar aðstæður.
    3. aðeins um vélbúnað. Gögn og hugbúnaður eru aldrei innan ábyrgðar.
    4. aðeins ef 3ja ára ábyrgð er tilgreind á reikningi fyrir kaupunum.
    5. aðeins um Intel NUC tölvur seldar frá og með 1. mars 2019.
    6. aðeins ef tölvan er samsett af tæknimönnum Tæknibæjar ehf.
    7. í þrjú ár frá dagsetningu reiknings (fyrirtæki og einstaklingar)
  2. Ábyrgðin fellur úr gildi:
    1. ef tölvan skemmist vegna illrar meðferðar eða hafi hún orðið fyrir hnjaski.
    2. ef rekja má bilun til mikillar rykmyndunar. Við mælum með rykhreinsun árlega.
    3. ef rekja má bilun til rakaskemmda.
    4. ef rekja má bilun til yfirklukkunar (overclocking) á íhlutum, svo sem örgjörvum og skjákortum.
    5. ef aðrir en starfsmenn Tæknibæjar eiga við vélbúnað tölvunnar án okkar samþykkis.
    6. ef annar en Orginal Intel NUC spennubreytir er notaður við tölvuna.
  3. Nær ekki yfir afleiðingar tjóns sem leiða kann af bilun, svo sem gagnatap eða töpuðum hagnaði.
  4. Ábyrgðaviðgerð verður að fara fram á verkstæði Tæknibæjar á opnunartíma þess.
  5. Allar breytingar og/eða viðbætur á ábyrgðartíma þurfa að fara fram á verkstæði Tæknibæjar.
  6. Ábyrgðaviðgerðir á Intel NUC tölvum fá forgang yfir önnur verkstæðismál, nokkurra daga bið getur þó myndast.
  7. Ef tölvan er gölluð skv. ábyrgðarskilmálum Intel*, áskilum við okkur rétt til að laga vöruna, skipta henni út eða endurgreiða.

*Ábyrgðarskilmálar Intel má nálgast HÉR